Í aungvu
Þið gangið skeytingarlaust hjá
og haldið samt sem áður áfram
þó ég öskri og segi ykkur að stoppa.

Jafn óumflýjanlegur þáttur
af lífi mínu og ég sjálfur.

Ógnvænlegt vald ykkar
áþreifanlegt nemur við fingurgóma
og hræðir mig.

Atburðarásin! hún er ykkar,
og samspil mitt við ykkur
aðeins lítilfjörlegt tannhjól
í gangverkinu öllu;

tæplega ómissandi
að nokkru leyti.

Þannig heldur líf mitt áfram
þó ég hætti að öskra.  
Gunnar M. G.
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar M. G.

Í aungvu
Guð: „gleður mig að kynnast þér“
Í andrá
Brekkukotsannáll
Rit um væntumþykju
Í vestrænni myndlist; upphafinn endapuntkur!
Um skynjun
Aðdáun
Af hverju hatið þér Akureyri, Herra Eldon?
Samræður
Ljóðrænar myndir af þér
Píkuvals
Tímaleg ástarjátning
Án titils
Mávafaraldur <i>eða</i> Kynlegir fordómar
Á krossgötum
Öðruvísi brothættur
Lýríken
"...auðvitað er þetta spurning um lífsgæði"
Kvenleikinn minn
Svo langt sem augað eygir