Af hverju hatið þér Akureyri, Herra Eldon?
Er þér illa við
karlana

sem bóna amerísku jeppana
á sunnudögum

íklæddir grænum
laxveiði-
vöðlum sínum?

Við konurnar
sem hópast saman

yfir kakóbolla
(með rjóma)
og rjómaköku?

Finnast þér kannski
hlægilegir listamennirnir

sem diskútera umheiminn
í eigin upphafna

<b>M</b>enningar<b>K</b>apítali
<b>Í</b>slands?

(en hafa svo sjálfir ekki þorað
út fyrir smáöldurnar)

Herra Eldon,
leiðist þér kannski:

<i>öryggi í fallegu* umhverfi?

þægilegir sunnudagar?

þetta úthverfi án borgar?</i>

Eða eruð þér ekki
ef til vill hræddir

við smáborgarann
í sjálfum þér?

Akureyri!
heimabær kókakóla
í gleri...






*<i>og umfram allt
barnvænu</i>
 
Gunnar M. G.
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar M. G.

Í aungvu
Guð: „gleður mig að kynnast þér“
Í andrá
Brekkukotsannáll
Rit um væntumþykju
Í vestrænni myndlist; upphafinn endapuntkur!
Um skynjun
Aðdáun
Af hverju hatið þér Akureyri, Herra Eldon?
Samræður
Ljóðrænar myndir af þér
Píkuvals
Tímaleg ástarjátning
Án titils
Mávafaraldur <i>eða</i> Kynlegir fordómar
Á krossgötum
Öðruvísi brothættur
Lýríken
"...auðvitað er þetta spurning um lífsgæði"
Kvenleikinn minn
Svo langt sem augað eygir