Dómur frá Drottni.
Ég, föst í hringiðu lífsins.
Slepp ekki frá örlögunum.
Slepp ekki frá þér,
Drottni í hæstu hæðum.
Senn mun ég standa fyrir framan þig.
Hljóta minn dóm,
mun hann verða mildur,
eins og þú?
Eða harður,
eins og fallið niður?
Ég mun komast að því,
fyrr eða síðar.
Á meðan ég bíð,
ætla ég að lifa lífinu vel,
svo ég verði dómsins virði.  
Agnes Helga
1989 - ...


Ljóð eftir Agnesi Helgu

Til hvers?
Biðin
Þú
Reiði
gjörðir þínar.
Hvíti riddarinn!
þú2
Love in the shadow
Regnið
Hjartabrot
Hjarta lífsins
Dómur frá Drottni.
andardrattur
Tileinkað nýfæddri dóttur bróður míns.
Ég
líf þeirra sem deyja
Hljóðin.
Snerting
Ást
Sorg