Hljóðin.
Hljóð ykkar, renna í stríðum straumum.
Skerast inn í hjarta mitt.
Tæta í sundur vörn mína.
Ég græt hjartað mitt í laumum.
Reyni að safna saman brotunum.
Fullnægja ásakanirnar þörfum þínum,
til þess að pynta mig og pína?
Eða er þetta bara til að sýna,
að þú ráðir yfir mér?

Þegar ég fékk vilja minn,
fór allt að breytast.
Því þetta var ekki vilji þinn.
Svívirðingar í mig hreytast.
hægri, vinstri.
Guð, heyr mína bæn og linntu þessu.
Á endanum er sál mín öll í lemstri.
Ég get ekki lifað í svona pressu!

Raddir ykkar, særa mig.
Ég hef minn eigin vilja.
Ég er öðruvísi en þú!
Reyndu nú það að skilja!
Þú getur ekki upplifað þig,
aftur í gegnum mig.
Því ég er önnur en þú.
Sættu þig við það.  
Agnes Helga
1989 - ...


Ljóð eftir Agnesi Helgu

Til hvers?
Biðin
Þú
Reiði
gjörðir þínar.
Hvíti riddarinn!
þú2
Love in the shadow
Regnið
Hjartabrot
Hjarta lífsins
Dómur frá Drottni.
andardrattur
Tileinkað nýfæddri dóttur bróður míns.
Ég
líf þeirra sem deyja
Hljóðin.
Snerting
Ást
Sorg