Sveitin fyrir norðan
Þegar ég var öfgamaður
sex ára í sveit
barði ég allar beljurnar
og uppnefndi eina geit.
Ég neitaði að raka heyjið
og heimtaði appelsín
bóndakonan trylltist
ég kallaði hana svín.
Ég grét mig í svefn á kvöldin
og hvíslaði ofurlágt
bað guð um að bjarga mér
ég ætti svo ósköp bágt.
Svo heiftarleg varð mín heimþrá
ég flúði lengst upp í fjall
settist að í helli
át fífla og drullumall
Þegar ég kom til baka
fór allt í bál og brand
bóndakonan brjálaðist
og lét mig drekka hland
Ég sagði aldrei neinum
frá sorg minni og raun
í sveitinni fyrir norðan
við ódáðahraun.
sex ára í sveit
barði ég allar beljurnar
og uppnefndi eina geit.
Ég neitaði að raka heyjið
og heimtaði appelsín
bóndakonan trylltist
ég kallaði hana svín.
Ég grét mig í svefn á kvöldin
og hvíslaði ofurlágt
bað guð um að bjarga mér
ég ætti svo ósköp bágt.
Svo heiftarleg varð mín heimþrá
ég flúði lengst upp í fjall
settist að í helli
át fífla og drullumall
Þegar ég kom til baka
fór allt í bál og brand
bóndakonan brjálaðist
og lét mig drekka hland
Ég sagði aldrei neinum
frá sorg minni og raun
í sveitinni fyrir norðan
við ódáðahraun.