

Hjartnæm orð fyrir hjarta sem ekki slær
Hvítar liljur og heiðskír himinn
Hola í jörð
Englakór og talað um fræ
Társtokknir hvarmar
Kaffi og kleinur bornar fram af fallegum, kvenfélagslegum konum.
Myrkrið flýr samt enginn
Grátbólgin augu sjá heldur ekki í myrkri
Hvítar liljur og heiðskír himinn
Hola í jörð
Englakór og talað um fræ
Társtokknir hvarmar
Kaffi og kleinur bornar fram af fallegum, kvenfélagslegum konum.
Myrkrið flýr samt enginn
Grátbólgin augu sjá heldur ekki í myrkri
Handa henni sem grætur um nætur