

Er þér illa við
karlana
sem bóna amerísku jeppana
á sunnudögum
íklæddir grænum
laxveiði-
vöðlum sínum?
Við konurnar
sem hópast saman
yfir kakóbolla
(með rjóma)
og rjómaköku?
Finnast þér kannski
hlægilegir listamennirnir
sem diskútera umheiminn
í eigin upphafna
<b>M</b>enningar<b>K</b>apítali
<b>Í</b>slands?
(en hafa svo sjálfir ekki þorað
út fyrir smáöldurnar)
Herra Eldon,
leiðist þér kannski:
<i>öryggi í fallegu* umhverfi?
þægilegir sunnudagar?
þetta úthverfi án borgar?</i>
Eða eruð þér ekki
ef til vill hræddir
við smáborgarann
í sjálfum þér?
Akureyri!
heimabær kókakóla
í gleri...
*<i>og umfram allt
barnvænu</i>
karlana
sem bóna amerísku jeppana
á sunnudögum
íklæddir grænum
laxveiði-
vöðlum sínum?
Við konurnar
sem hópast saman
yfir kakóbolla
(með rjóma)
og rjómaköku?
Finnast þér kannski
hlægilegir listamennirnir
sem diskútera umheiminn
í eigin upphafna
<b>M</b>enningar<b>K</b>apítali
<b>Í</b>slands?
(en hafa svo sjálfir ekki þorað
út fyrir smáöldurnar)
Herra Eldon,
leiðist þér kannski:
<i>öryggi í fallegu* umhverfi?
þægilegir sunnudagar?
þetta úthverfi án borgar?</i>
Eða eruð þér ekki
ef til vill hræddir
við smáborgarann
í sjálfum þér?
Akureyri!
heimabær kókakóla
í gleri...
*<i>og umfram allt
barnvænu</i>