Bréf frá mömmu
Elsku litli hjartans ungi
lékst þér og spilaðir, aldrei drungi
fallegt bros, smitandi hlátur
þó mamma framkvæmdi bara grátur.
Með óhreina bleyju og skítugt hár
alltof alltof mörg ógróin sár
mamma að drekka, pabbi að dópa
enginn heyrði þig eftir hjálp hrópa.
Barsmíðar, öskur, grátur og martraðir
aldrei, aldrei þú gafst upp og kvartaðir
harkaðir af þér og sárin þú plástraðir
með skömmina á bakinu í skólann þú haltraðir.
Í skólanum þér var alltaf strítt
og ljótu orðunum í þig grýtt
heima þú komst eftir mikið basl
en þar tók við rusl og drasl.
Svo var það einn dag í janúar
að ekki var allt eins og áður var
þú hafðir komist í það sem pabbi tók inn
þú hafðir náð í sjálfan djöfulinn.
Öskur, barsmíðar og beiskjafull tár
hræðsla og skömmin í ellefu ár
nú ertu farin elsku engillinn minn
alveg eins og hann bróðir þinn.
lékst þér og spilaðir, aldrei drungi
fallegt bros, smitandi hlátur
þó mamma framkvæmdi bara grátur.
Með óhreina bleyju og skítugt hár
alltof alltof mörg ógróin sár
mamma að drekka, pabbi að dópa
enginn heyrði þig eftir hjálp hrópa.
Barsmíðar, öskur, grátur og martraðir
aldrei, aldrei þú gafst upp og kvartaðir
harkaðir af þér og sárin þú plástraðir
með skömmina á bakinu í skólann þú haltraðir.
Í skólanum þér var alltaf strítt
og ljótu orðunum í þig grýtt
heima þú komst eftir mikið basl
en þar tók við rusl og drasl.
Svo var það einn dag í janúar
að ekki var allt eins og áður var
þú hafðir komist í það sem pabbi tók inn
þú hafðir náð í sjálfan djöfulinn.
Öskur, barsmíðar og beiskjafull tár
hræðsla og skömmin í ellefu ár
nú ertu farin elsku engillinn minn
alveg eins og hann bróðir þinn.