Lífsylur
Þú liggur við vatn
og horfir til himins
Sólin skín
Grasið er grænt
og golan leikur hlýjum höndum um þig
Trén skýla þér
fyrir vindi og foki
Og fuglarnir syngja þér söng
Þú liggur innan um blóm
sem snerta þinn vanga
ásamt sínum seiðandi ilmi
Þú sérð fiðrildi
sem sest á blómin
Og þú heyrir lítinn hlátur
í æskunni sem hleypur í kring
Þú heyrir hljómfagra rödd sem segir;
hér er drykkurinn
Röddin fær svo á sig mynd
sem snertir þig og kyssir
Þú sest upp
færð þér sopa
og lítur í kring um þig
Þú leggur þína kinn
við aðra hlýja kinn
Þér yljar
innan frá sem utan
Allt er svo lifandi
og í öllu
býr kærleikur
og horfir til himins
Sólin skín
Grasið er grænt
og golan leikur hlýjum höndum um þig
Trén skýla þér
fyrir vindi og foki
Og fuglarnir syngja þér söng
Þú liggur innan um blóm
sem snerta þinn vanga
ásamt sínum seiðandi ilmi
Þú sérð fiðrildi
sem sest á blómin
Og þú heyrir lítinn hlátur
í æskunni sem hleypur í kring
Þú heyrir hljómfagra rödd sem segir;
hér er drykkurinn
Röddin fær svo á sig mynd
sem snertir þig og kyssir
Þú sest upp
færð þér sopa
og lítur í kring um þig
Þú leggur þína kinn
við aðra hlýja kinn
Þér yljar
innan frá sem utan
Allt er svo lifandi
og í öllu
býr kærleikur
Tengdamamma fékk í afmælisgjöf feb ´07