Hvar varst þú í dag?
Ég var í Arabíu í dag..
..á kameldýri á ferð með ,,eiganda” mínum.
Ég var í eyðimerkursvæði.
Ég var í eyðimerkurkjól.. pils og topp með glingri hangandi í mitti og um hálsinn.. og með yfirslæðu á ská yfir aðra öxlina og yfir hálfan maga..
Ég átti að dansa um kvöldið þegar við værum komin á áfangastað..
Ég var dökkhærð með djúp (brún) og seiðandi augu. Hafði slæðu yfir hár, nef og munn..
Ég mátti ekki tala mikið svo augun mín lærðu sitt eigið tungumál..
..og sáu inn fyrir sál fólks. Þess vegna horfðu fáir í augu mín..
Þótt hluti af manni sé í fjötrum.. læra aðrir hlutar af manni að sýna styrk sinn..

M.Elva S.
24. sept. 2006
 
Margret Elva Sigurðardóttir
1979 - ...
Var að hlusta á eitt sérstakt lag og fékk þessa tilfinningu í gegnum hugann.. og niður í fingurna..


Ljóð eftir Margreti Elvu

ÓÐUR TIL EIGENDA
Hver er sá
Lífsylur
Hvar varst þú í dag?
Tilgangurinn