þoka
í annaðhvort ímyndaðri eða raunverulegri þoku svíf ég um án þess að á nokkurn hátt fá að vita sannleikann, á meðan hæst settu verurnar yppa öxlum og horfa á mig með skeptískum augum
hugrænn múr byggður af samfélaginu hefur verið reistur úr því sterkasta efni sem fyrirfinnst
ef að hinn óáþreifanlegi og hinn áþreifanlegi hættu að leika sér að mér myndi þessi múr falla fyrr en augnlok þín næðu að opnast á ný
hugrænn múr byggður af samfélaginu hefur verið reistur úr því sterkasta efni sem fyrirfinnst
ef að hinn óáþreifanlegi og hinn áþreifanlegi hættu að leika sér að mér myndi þessi múr falla fyrr en augnlok þín næðu að opnast á ný