ILMVATNIÐ
Ég hallaði mér út um opinn svefnherbergisgluggann og starði tómlega út í auðan húsagarðinn.
Ég var í þungu skapi. Enn ein ömurleg helgin framundan því ekki var það venjan að nokkur karlmaður liti tvisvar á mig þegar ég fór út að skemmta mér.
Ég myndi örugglega enda ævina sem ellidauð piparjúnka. Engin von um börn, né barnabörn. Að ekki sé minnst á syrgjandi eiginmann við mitt dánarbeð.
Ekki sála myndi fella tár þegar ég gæfi upp öndina og það yrði vísast engin minningargrein í Morgunblaðinu sem greindi frá minni gleðisnauðu ævi.
Það yrði jafnvel óframkvæmanlegt að lesa dánarfregnina, því ekki nokkur maður myndi hafa grænan grun um hver þessi dularfulla persóna hefði verið í lifanda lífi?
Líkast til yrði ég jörðuð á laun og presturinn einn manna viðstaddur jarðarförina.
Ég var djúpt sokkin í þessa ógnvekjandi framtíðarsýn og sá enga glætu framundan.
En skyndilega komst ég til meðvitundar um umhverfi mitt þegar ógurlegt öskur skar sundur myrkrið sem umlukti mig.
Mér varð ljóst á einu augabragði að nú væri ég dauð og að óhljóðin stöfuðu frá Andskotanum sjálfum sem með þessum hætti væri að bjóða mig velkomna til Helvítis.
Ég var sem lömuð af skelfingu. En með ofurmannlegum kröftum tókst mér að hrista af mér doðruna og beina sjónum mínum í þá átt sem ósköpin bárust úr Og mér til ævarandi sáluhjálpar komst ég að raun um að Myrkrahöfðinginn kom þar hvergi við sögu heldur dulítið sjónarspil í garðinum fyrir utan gluggann minn.
Þarna á miðri grasflötinni var spikfeitur fressköttur að athafna sig blygðunarlaust við það að bíta breima læðu í hnakkadrambið, auðsjáanlega með ákveðna athöfn í huga.
Ég fylgdist grannt með áframhaldandi uppákomu og þegar hún stóð sem hæst sló niður í huga mér unaðslegri hugljómum sem átti eftir að gjörbreyta öllu lífi mínu.
Ég áttaði mig á því í einni sjónhendingu að það myndi skipta sköpum fyrir mig á þessu kvöldi, að bera ilmvatn á háls minn aftanverðan, áður en ég færi út að skemmta mér.
Ég var í þungu skapi. Enn ein ömurleg helgin framundan því ekki var það venjan að nokkur karlmaður liti tvisvar á mig þegar ég fór út að skemmta mér.
Ég myndi örugglega enda ævina sem ellidauð piparjúnka. Engin von um börn, né barnabörn. Að ekki sé minnst á syrgjandi eiginmann við mitt dánarbeð.
Ekki sála myndi fella tár þegar ég gæfi upp öndina og það yrði vísast engin minningargrein í Morgunblaðinu sem greindi frá minni gleðisnauðu ævi.
Það yrði jafnvel óframkvæmanlegt að lesa dánarfregnina, því ekki nokkur maður myndi hafa grænan grun um hver þessi dularfulla persóna hefði verið í lifanda lífi?
Líkast til yrði ég jörðuð á laun og presturinn einn manna viðstaddur jarðarförina.
Ég var djúpt sokkin í þessa ógnvekjandi framtíðarsýn og sá enga glætu framundan.
En skyndilega komst ég til meðvitundar um umhverfi mitt þegar ógurlegt öskur skar sundur myrkrið sem umlukti mig.
Mér varð ljóst á einu augabragði að nú væri ég dauð og að óhljóðin stöfuðu frá Andskotanum sjálfum sem með þessum hætti væri að bjóða mig velkomna til Helvítis.
Ég var sem lömuð af skelfingu. En með ofurmannlegum kröftum tókst mér að hrista af mér doðruna og beina sjónum mínum í þá átt sem ósköpin bárust úr Og mér til ævarandi sáluhjálpar komst ég að raun um að Myrkrahöfðinginn kom þar hvergi við sögu heldur dulítið sjónarspil í garðinum fyrir utan gluggann minn.
Þarna á miðri grasflötinni var spikfeitur fressköttur að athafna sig blygðunarlaust við það að bíta breima læðu í hnakkadrambið, auðsjáanlega með ákveðna athöfn í huga.
Ég fylgdist grannt með áframhaldandi uppákomu og þegar hún stóð sem hæst sló niður í huga mér unaðslegri hugljómum sem átti eftir að gjörbreyta öllu lífi mínu.
Ég áttaði mig á því í einni sjónhendingu að það myndi skipta sköpum fyrir mig á þessu kvöldi, að bera ilmvatn á háls minn aftanverðan, áður en ég færi út að skemmta mér.