Útsaumuð rós
Ég horfi á rósina
sem þú eitt sinn saumaðir út
og ég fékk svo að eiga.
Þú barðist fyrir lífinu,
fyrir því að draga andann.
Ég vildi aðeins óska
að lífið hefði verið þér betra.
Elskað þig eins mikið
á móti.
Þú varst algjör hetja
í þyrnum stráðri veröld
með hindrunum sem fæstir
myndu af bera.
Svo ég horfi á rós
sem vex upp úr þyrnum
og vona að þú hafir nú loks,
vaxið frá þínum.
sem þú eitt sinn saumaðir út
og ég fékk svo að eiga.
Þú barðist fyrir lífinu,
fyrir því að draga andann.
Ég vildi aðeins óska
að lífið hefði verið þér betra.
Elskað þig eins mikið
á móti.
Þú varst algjör hetja
í þyrnum stráðri veröld
með hindrunum sem fæstir
myndu af bera.
Svo ég horfi á rós
sem vex upp úr þyrnum
og vona að þú hafir nú loks,
vaxið frá þínum.
Í minningu ömmu minnar Rósu Sigurbjörgu Sigurjónsdóttur sem lést 28. febrúar síðastliðinn.