Á morgun
Á morgun förum við á djammið,
Í dag er ég með hausverk.
Þarf að þvo á mér hárið
og skrifa heila ritgerð.

Á morgun kíki ég í heimsókn,
Í dag er ég með kvef.
Þarf að taka til, skúra gólf
og læra fyrir próf.

Á morgun þurrka ég tárin,
Í dag hreinsa ég leiði þitt,
með skítugt hár
og ólærð.  
Dinzla
1984 - ...


Ljóð eftir Dinzlu

Söknuður
Korn
Heilræði afneitunarinnar
Lífsnauðsynleg tillitssemi
Sorg
Sjálfskapað víti venjulegafólksins
Hann
Brestur burðarveggur
Óður til lifrar
Á morgun
Pissað upp í vindinn
Velmegun sumra Íslendinga