

Ég er að kafna úr orku sem fær enga útrás.
Ég er að kafna úr löngunum og þrám.
Hugurinn hringsnýst og heilinn er í hræringi.
Of margir valkostir, möguleikar og tækifæri.
Ég sé ekkert, sannleikurinn of stór.
Þegar ég leita að svörum er þeim troðið í kokið á mér,
en aldrei þau réttu.
Ég kikna undan þrýstingi og stjórnsemi.
Nei fyrirgefðu, heilræðum og góðri meiningu.
Ég gerist dýrsleg og öskra af lífs og sálarkröftum:
Ef þú ræðst inn á yfirráðasvæði mitt ríf ég þig í tætlur.
Ég er að kafna úr löngunum og þrám.
Hugurinn hringsnýst og heilinn er í hræringi.
Of margir valkostir, möguleikar og tækifæri.
Ég sé ekkert, sannleikurinn of stór.
Þegar ég leita að svörum er þeim troðið í kokið á mér,
en aldrei þau réttu.
Ég kikna undan þrýstingi og stjórnsemi.
Nei fyrirgefðu, heilræðum og góðri meiningu.
Ég gerist dýrsleg og öskra af lífs og sálarkröftum:
Ef þú ræðst inn á yfirráðasvæði mitt ríf ég þig í tætlur.