

Fötin eru dauð á gólfinu
Diskarnir í dái á borðinu
Glösin eru ekki til.
Stundum er loftið svo þykkt
að erfitt er að sjá í gegn.
Einstaka sinnum gægjist rós
út úr myrkrinu
sem brosir;
loftið léttist
og myrkrið þynnist.
Svo er dregið fyrir á nýjan leik.