Dyraverðir
Dyraverðir hafa rétt til að tuska þig til
Engin útskýring, ekkert, nema þú varst þarna

Þú getur kvartað, vælt, kært og veinað
En sönnunarbyrðin er þín, þung og óljós
Réttlætið er blint, en óréttlætið er með augu

Á daginn ríkja lögin, á nóttinni ríkja þeir
Lögin eru þeirra megin, sönnunarbyrðin er þín, þung og óljós

Lög og regla, fussumsvei
Dagurinn er þinn en þeirra er nóttin
Þeir berja til óbóta, spyrja einskis, láta hnefana tala

Með lögum skal land byggja og með ólögum eyða
Sönnunarbyrðin er þín, þung og óljóst
réttlætið er blint en óréttlætið er með augu  
Kristján Haukur Magnússon
1981 - ...


Ljóð eftir Kristján Hauk Magnússon

Mundi
Frestunarárátta
Ferðaraunir
Slettur
Dyraverðir
Hendur mínar þvegnar
Vinir
Skynfæri
Veðrið
Fullur af trú
Bjórinn minn
Vestfirðir
Verðbólga
Mennt
Skuldir
Skilin orð
Nei