Tímar hafa liðið
Stafar sól á vatnið
stirnir á jökulskalla
streyma gamlir tímar
fram í huga mér.
Silunguns lonta í læknum
lómar syngja að kvöldi
fuglar kvaka í kjarri
og kyndug fluga á vegg.
Lékum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.
Tímar hafa liðið,
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.
þó man ég enn í muna
margan bernsku unað.
Undurfögur æskan
fer ei úr huga mér.
stirnir á jökulskalla
streyma gamlir tímar
fram í huga mér.
Silunguns lonta í læknum
lómar syngja að kvöldi
fuglar kvaka í kjarri
og kyndug fluga á vegg.
Lékum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.
Tímar hafa liðið,
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.
þó man ég enn í muna
margan bernsku unað.
Undurfögur æskan
fer ei úr huga mér.