

Það er komið haust
í hjarta mér
og mér er svo kalt.
Ég stari á gólfið,
þú ert ekki lengur hér.
Hvað hef ég gert?
Veggirnir auðir,
ljósin slökkt,
það gustar inn um opinn gluggann.
Ég stend upp.
Ég hef grátið mikið
og lengi,
allt er á floti.
Geng að glugganum
og horfi út.
Úti er lífið sem ég átti með þér.
Ég stíg skrefið til fulls
en ég hrapa ekki.
Ég flýg
og mér líður aftur vel.
í hjarta mér
og mér er svo kalt.
Ég stari á gólfið,
þú ert ekki lengur hér.
Hvað hef ég gert?
Veggirnir auðir,
ljósin slökkt,
það gustar inn um opinn gluggann.
Ég stend upp.
Ég hef grátið mikið
og lengi,
allt er á floti.
Geng að glugganum
og horfi út.
Úti er lífið sem ég átti með þér.
Ég stíg skrefið til fulls
en ég hrapa ekki.
Ég flýg
og mér líður aftur vel.