Söknuður
Það er komið haust
í hjarta mér
og mér er svo kalt.

Ég stari á gólfið,
þú ert ekki lengur hér.
Hvað hef ég gert?

Veggirnir auðir,
ljósin slökkt,
það gustar inn um opinn gluggann.

Ég stend upp.
Ég hef grátið mikið
og lengi,
allt er á floti.

Geng að glugganum
og horfi út.
Úti er lífið sem ég átti með þér.

Ég stíg skrefið til fulls
en ég hrapa ekki.
Ég flýg
og mér líður aftur vel.  
Josiha
1982 - ...


Ljóð eftir Josiha

Söknuður
Erna
Nútímaljóð
9. október
Losti