

Ég var fjörulalli.
Fallegir steinar,
blöðruþang
og marflær í krukku.
Bátur í bandi í ólgusjó,
skipstjórinn stoltur
á hinum endanum.
Fleyta kellingar,
1 2 3 4 5 6 78
Kasta langt,
kasta lengra,
gera koss.
Marflærnar lifðu ekki lengi
í krukkunni.
En minningarnar lifa.
Fallegir steinar,
blöðruþang
og marflær í krukku.
Bátur í bandi í ólgusjó,
skipstjórinn stoltur
á hinum endanum.
Fleyta kellingar,
1 2 3 4 5 6 78
Kasta langt,
kasta lengra,
gera koss.
Marflærnar lifðu ekki lengi
í krukkunni.
En minningarnar lifa.
Úr ljóðabókinni Æskumyndum (2006)