Fjörulalli
Ég var fjörulalli.

Fallegir steinar,
blöðruþang
og marflær í krukku.

Bátur í bandi í ólgusjó,
skipstjórinn stoltur
á hinum endanum.

Fleyta kellingar,
1 2 3 4 5 6 78
Kasta langt,
kasta lengra,
gera koss.

Marflærnar lifðu ekki lengi
í krukkunni.

En minningarnar lifa.
 
Þórarinn Hannesson
1964 - ...
Úr ljóðabókinni Æskumyndum (2006)


Ljóð eftir Þórarin

Núna
Fjörulalli
Sund í Reykjafirði
Að hlæja eða gráta