Sund í Reykjafirði
Búningsklefinn kindakofi.
Þú hengir fötin þín á ryðgaða nagla.
Ef þú stígur út fyrir fjölina
þá klessist kindaskíturinn
upp á milli tánna.
En það er allt í góðu lagi
við erum að fara í sund.
Það er gaman.
Þú sérð ekki til botns í þessum polli.
Þú sekkur upp að kálfum í drullu
en hún er náttúruleg
og gerir okkur örugglega gott.
Það er synt, buslað og kafað.
Hoppað, skvett og hlegið.
Stundum strjúkast álar við fæturna
og þú rekst á eitt og eitt hornsíli.
Hér synda allir saman.
Eftir sturtu af mýrarvatni
hlaupum við um túnin
og mildur andvarinn þurrkar okkur.
Við erum börn náttúrunnar.
Þú hengir fötin þín á ryðgaða nagla.
Ef þú stígur út fyrir fjölina
þá klessist kindaskíturinn
upp á milli tánna.
En það er allt í góðu lagi
við erum að fara í sund.
Það er gaman.
Þú sérð ekki til botns í þessum polli.
Þú sekkur upp að kálfum í drullu
en hún er náttúruleg
og gerir okkur örugglega gott.
Það er synt, buslað og kafað.
Hoppað, skvett og hlegið.
Stundum strjúkast álar við fæturna
og þú rekst á eitt og eitt hornsíli.
Hér synda allir saman.
Eftir sturtu af mýrarvatni
hlaupum við um túnin
og mildur andvarinn þurrkar okkur.
Við erum börn náttúrunnar.
Úr ljóðabókinni Æskumyndum (2006)