Viltu finna mig?
Ljósið er farið, það slokknaði.
Hvert á ég að fara? Ég rata ekki.
Viltu finna mig í myrkrinu? Ég er hrædd.

Ég sit í myrkrinu og bíð
ég bíð eftir því að þú finnir mig
ég heyri hljóð og hlusta vel.
Nei, það ert ekki þú.
ég sit og bíð enn með tárin í augunum.

Ég er hætt að gráta, þú fannst mig
aldrei hef ég verið hamingjusamari.
Þú heldur fast utan um mig,
vilt ekki sleppa.
Vilt ekki eiga á hættu að týna mér aftur.
Ég er glöð.  
Sandra
1986 - ...


Ljóð eftir Söndru

Kvalir
Ég óska
Að vera lifandi
Þroski
Að hugsa
Viltu finna mig?
Kalt vetrarkvöld
Hrædd
Er veröldin tóm?