Saga úr daglega lífinu.


Dræverinn og mærin djörf voru og grimm,
drukku mikið samann áttatíuogfimm.
Er líða tók að hausti, leiða urðu skil
og lá svona í orðunum að meira stæði til.

Pínulitlu síðar mærin hitti mann,
og mínútunni seinna varð´ún ólétt eftir hann.
Dræverinn flakkaði um og flutti hér og hvar,
í flöskuna hann lagðist og dvaldi lengi þar.

Mærin löngu seinna manninn skildi við
og á markaðinum sýndi á sér blauta gleðihlið.
Maðurinn í sjokki margra kvenna bað,
molaðist á geði og skaut sig eftir það.

Dræver frétti að mærin döpur sæti við,
og drakk með henni sprittið að gömlum vina sið.
Dræver vildi að mærin með sér kæmi heim,
en mærin trúði ekki á framtíð handa þeim.

Því mærin vildi pening prívathús og bíl,
og pressaði á alla sem hún fann með þannig stíl.
En dræverinn hann breyttist í dapran fylliraft.
sem drattaðist í útlegð og hætti að rífa kjaft.

Mærin tókst að eignast fullar hendir fjár,
fékk allt heila draslið, leið samt ekkert skár.
Dræver gerðist bölsýnn, að brölti fólksins hlær
brýtur heilan stöðugt en verður engu nær.

Bæði gleyma engu og oft þeim virðist bál
áður hafa brunnið í þeirra köldu sál.
Svo hitnar gjarnan loftið er hittast þau og sjást,
en hrökklast hvort frá öðru og trúa ekki á ást.
 
Loner
1969 - ...


Ljóð eftir Loner

Saga úr daglega lífinu.
Mynningarskál
Dauðinn og ég
Vegurinn og ég
Ástin og ég