Mynningarskál
Frostið er bölvun sem veturinn sem veldur
en veðrið er fagurt, snjólaust og bjart.
Ég brosi ekki í dag og bölva ekki heldur
bind engar vonir, hugsa svo margt.

Kirkjan er grá og kjaftfull af sálum
konurnar snökta við prestvalin orð
það er raunalegt hjóm í ranglætis málum
hvað er réttlæti guðs, slys eða morð ?

Ekkjan er föl allt að því brostinn
af eilífum vökum, gráti og sorg
svo laumast ég burt, tek langversta kostinn
leita að skjóli í volaðri borg.

Ég reiti í mig steik og renni í staupið
rauðvínið þamba, minningarskál.
Á barina skrölti og brenni upp kaupið
bít frá mér gleði og hamra í stál.

Eftir lítra af whisky ég laumast í klámið
ligg bara og seðlarnir hverfa í brjóst
gellan frá rússlandi með gagnslausa námið
grætur á öxl mér með hárið svo ljóst.

Svo er nötrandi þynnkan í nístandi frosti
nýtekin gröfin mjög stingur í stúf.
Þetta er hundaskíts líf með hörmungar kosti
ég hrylli mig dapur og myndin er hrjúf.  
Loner
1969 - ...


Ljóð eftir Loner

Saga úr daglega lífinu.
Mynningarskál
Dauðinn og ég
Vegurinn og ég
Ástin og ég