Heimsvanur fuglinn
Vængbrotinn liggur hann þarna,
fuglinn, aðeins svartur og hvítur.
Lítur ávallt upp til stjarna,
en aldrei gamans hann nýtur.

Móðir hans dáin og farin,
faðir hans flúði í gær.
Vangi hans er blár og marinn,
hugsar að engan séns hann fær.

Síðustu stundirnar líða hratt,
liggur hann, skakkur og einn.
Hugsar hann samt, þótt að ég datt,
í himnaríki verð ég beinn.  
Jón Már
1991 - ...
samið í enda nóv '07


Ljóð eftir Jón Má

Tíminn
Eru skýin guð? (hæka)
Ekki nóg... (hálfgerður texti við lag)
Heimsvanur fuglinn
Skólinn...
Kynferðisleg löngun...
Ef þú hefðir vitað það sem þú veist í dag...