Stjörnuhrap
Mig langar að vera útigangskona á íslenskri heiði
heilt sumar.
Mig langar að selja myndir á lestarstöð
til að eiga fyrir næsta miða.

Ég vil vera náttúran, vera menningin.

Ég vil bara vera og týnast svo eins og allir hinir.
Stjörnuhrap á himni eilífðarinnar.
 
Arnhildur
1988 - ...


Ljóð eftir Arnhildi

Sumarnótt í sveitinni
Innrömmun
Langanir
Orð þín
Söknuður
Þvoðu á þér tærnar barn
Nótt
Hlakkaðu til hrukkanna
Kenning
Lífið
Ég er veiðimaður
Í strætóskýli
Talað við blómin
.
Stjörnuhrap
Sic transit gloria mundi
Sic transit gloria mundi
Orð þín í öðru veldi