Silkibandið
Þú og ég vorum teymi.
Við sórum og sögðum
að við skyldum alltaf,
ávallt,
vera bestu vinkonur.
Að eilífu amen.
Silkiband á milli okkar táknaði vináttu mína og þína.
Fallegt silki úr skíngráum litum.
Saman prjónuðum við fallegar minningar og geymdum dýrmæt leyndarmál.
Æskuvináttan.
Árin liðu allt virtist eins
en einn daginn slitnaði bandið.
Silkiband er fallegt en viðkvæmt við viðkomu.  
Gabríela
1991 - ...


Ljóð eftir Gabríela

Silkibandið
Stúlkan
Stjarnan
Leyndarmál