Leyndarmál
Þessi nótt er svo fögur.
Útskornu punktarnir á himnum okkur á stara.
Allt er svo þögult.
Tunglskinið lýsir upp fyrir mig þig.
Úr augunum lest þú mig.

Ég vil ekki taka í hönd þína,
því ég er svo hrædd við að þurfa að sleppa.
Andardráttur þinn fellur blíðlega á mig.
Þú tekur í hönd mína,
færð samþykki mitt að hreppa.

Svo fell ég inn í ljúfan draum sem þú mig í gegnum leiðir.
Ég veit að þetta er rangt en hverja áhyggju mína þú smátt og smátt deyðir.

Stingandi frostrósirnar bíða uns til ég vakna.
Fallegar þær stinga í mín augu og minna mig á raunveruleikann og synd mína.
Þín ég á eftir að sakna.

Stjörf ég stend og tár fellur.
Þú lítur blíðlega á mig og rósirnar kaldar stara.
Tárið niður skellur.
Núna þarf ég að fara.

Sárasta kveðja mun þessi vera.
Vot augun mín þú lest.
Ég hef áttað mig á að þetta má ég aldrei aftur gera.
Kveðjur okkar hafa margar orðið en mun þessi særa mest.

Orð okkar og fundi í hjarta mínu ég mun læsa og lyklinum henda.
Þér ég mun aldrei gleyma.
Engan vil ég nema þig lykilinn aftur senda.
Ég get þó alltaf leyft mér að dreyma.  
Gabríela
1991 - ...


Ljóð eftir Gabríela

Silkibandið
Stúlkan
Stjarnan
Leyndarmál