Fermingarveisla
Fermingarveisla og fólkið
fær sér að éta,
allir í magann troða og troða
og tyggja eins og þeir geta.

Það er mikið um dýrðir, en mest þó
um mömmur og pabba
og alls konar ókunnugt skyldfólk að rabba.

Fermingarbarnið í forstofunni
með framréttar hendur dvelur.
Tekur á móti böglum, tekur á móti seðlum
og telur og telur og telur.

Gleymist þeim gestum
er girnast átveislu þessa.
Að drottni til dýrðar
fyrir dulitlri stundu var messa,

haldin í heilagri kirkju.
 
Steingrímur Þormóðsson,


Ljóð eftir Steingrím Þormóðsson

Sálmur fyrir börn
Fermingarveisla
Minningarorð
Handan góðs og ills
Miklihvellur
Tíminn líður fljótt