Handan góðs og ills
Ef miskunnsemi og mannúð ein,
mættu í heimi ráða.
Yrði reynslan engin nein,
unnið fátt til dáða.

Ljós skapar skugga, skugginn ljós.
Skapar hinn illa sá góði.
Allt rennur frá einum ós
item Sæmundur fróði.

Er því von að villumst öll,
í veraldarstríðunum hörðum.
Vel má þó finna í vetrarins mjöll,
að víðar er Guð en í Görðum.
 
Steingrímur Þormóðsson,


Ljóð eftir Steingrím Þormóðsson

Sálmur fyrir börn
Fermingarveisla
Minningarorð
Handan góðs og ills
Miklihvellur
Tíminn líður fljótt