

Ég versus Ég
etja að kappi
í æsispennandi viðureign
í leik Sjálfsins.
Mótrök náðu yfirhöndinni
í fyrri hálfleik við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.
Meðrök náðu að jafna
á síðustu mínutu seinni hálfleiks
og áhorfendur æltuðu að tapa sér úr gleði
Dómarinn stóð í miðjunni
með flautuna í kjaftinum
í röndóttum sokkum.
Hægri eða vinstri?
Villa eða leikarskapur?
Hann gafst upp.....
hann fór heim
og drukknaði í sjálfum sér.
Samið í nóvember 2007