Ein?
Ég sit hér í mannþrönginni,
samt er ég ein.
Ein, því ég á ekki samleið
ekki núna.

Sár, af því að ég ræð
ekki við aðstæðurnar
sem mér eru gefnar í hendur.
Kaldar hendur.

Þreytt á hávaðanum,
höfuðið að springa
af gömlu höfuðverk sem
lætur á sér kræla

...er ég ein?  
Elva Rún Gunnarsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Elvu Rún Gunnarsdóttur

Skjálftinn
Kæruleysi
Ókindin
Ein?
Blind
KB
Leyndarmál.