

Gengur niður strætið
með átta krónur og gulan miða í frakkavasanum.
Kannski var hann rangur maður á réttum stað í tilverunni
eða réttur maður á röngum stað?
Kortleggur framtíðina.
Morgunmatur hjá mæðrastyrksnefnd
kvöldmatur bak við tíu ellefu, eða á Grund.
Janúar, maí,
skiptir ekki máli.
Allir dagar eins.
Hann lítur á björtu hliðarnar
hann þarf að minnsta kosti ekki
að borga eignarskattinn.
með átta krónur og gulan miða í frakkavasanum.
Kannski var hann rangur maður á réttum stað í tilverunni
eða réttur maður á röngum stað?
Kortleggur framtíðina.
Morgunmatur hjá mæðrastyrksnefnd
kvöldmatur bak við tíu ellefu, eða á Grund.
Janúar, maí,
skiptir ekki máli.
Allir dagar eins.
Hann lítur á björtu hliðarnar
hann þarf að minnsta kosti ekki
að borga eignarskattinn.