Svefninn

SÓLIN NÚ VARPAR SKUGGUM Á VEGGINN
OG ÉG SIT HÉR OG HUGSA UM ÞIG
ÞÚ FÓRST YFIR HAFIÐ ÞÚ FÓRST AFTUR HEIM
JÁ, ÞÚ FLAUGST BURT OG YFIRGAFST MIG

ÉG HORFI Í DRAUMI Á ÞIG HVERJA NÓTT
OG ÉG HELD MÉR Í FAÐMI ÞÉR
EN FLJÓTT ERTU FARIN ER VAKNA ÉG UPP
Í FAÐMI Á SJÁLFUM MÉR

VILDI ÉG SOFNA, EKKI VAKNA MEIR
SOFNA OG DREYMA UM ÞIG
DREYMA UM BROS ÞITT OG AUGUN ÞÍN
VIÐ HLIÐ ÞÉR ÞAR SÆI ÉG MIG

SÓLIN NÚ SKRIÐIN ER BURT BAK VIÐ SKÝIN
EN SÝNIN ÞÓ STENDUR Í STAÐ
KYNNI AÐ VERA EF KANNAÐ ÉG GÆTI
HVORT KÆMIST ÉG YFIR ÞAÐ

EF FÆRI ÉG SJÁLFUR Í FERÐ YFIR HAFIÐ
OG FENGI ÉG LITIÐ Á ÞIG
OG ÖÐRUM ÞÚ VÆRIR ÁKVEÐIN ÞAR
ANDSKOTINN ÞÁ HIRÐI MIG

VILDI ÉG SOFNA, EKKI VAKNA MEIR
SOFNA OG DREYMA UM ÞIG
DREYMA UM BROS ÞITT OG AUGUN ÞÍN
VIÐ HLIÐ ÞÉR ÞAR SÆI ÉG MIG

VIÐ HLIÐINA Á RÚMINU LIGGJA Í RÖÐ
RETTURNAR, PILLUR OG VÍN
EKKERT ANNAÐ SEM AUÐVELDAR MÉR
AÐ KOMAST AFTUR TIL ÞÍN

VILDI ÉG SOFNA, EKKI VAKNA MEIR
SOFNA OG DREYMA UM ÞIG
DREYMA UM BROS ÞITT OG AUGUN ÞÍN
VIÐ HLIÐ ÞÉR SÆI ÉG MIG

VILDI ÉG SOFNA EKKI VAKNA MEIR......
 
H.Líndal
1966 - ...


Ljóð eftir H.Líndal

Eyðimörk
Dauðsmannsland
Svefninn
Feelings
Distance
Ást