Konan í strætóskýlinu
Það er ekkert sárara í heiminum
en konan sem grætur í skýlinu.
Bíður eftir vagninum, vel dúðuð
með Hagkaupspoka.
Og grætur.
Ég þekki ekki sorg hennar,
kannski ber hún allar sorgir heimsins
kannski ekki.
En sína sorg ber hún í hljóði.
Sígur þegar lítið ber á uppí nefið
og lítur hrædd í kringum sig.
Hrædd um að einhver hafi heyrt eða séð.
Full mótþróa streyma tárin niður kinnarnar
um hábjartan dag.  
Eyrún
1982 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Ógn
Hallæri (Ég elska þig þegar ég þarf á þér að halda)
Morgunsár
Leyndardómur hamingjunnar
Fyrsta staka
Önnur staka
Þekki ég þig?
Við
Um sögur/sagnaleysi
Þú
Sprengja (11.sept.´01)
Modernir tímar
Konan í strætóskýlinu
Sigling
Með augun lokuð
Tálar málaðar
Dáin