Herbergi heimsins
Ég tala um herbergi,

Herbergi sem umlýkur mig allar nætur,

Sjóbláir veggirnir halda utan um mig meðan tíma mínum er varið þar,

Tíma þar sem væntumþykjan er í fyrirrúmi og kærleikurinn blómstrar líkt og barn sem brosir,

Skjannahvítt þakið felur mig fyrir heimsins veðrum,

Í fjær horninu er svefn staður minn ,

Hann passar mig yfir nætur og þar á ég mínar áhyggju minnstu stundir,

Stundir sem ekki fást fyrir fast verð,

Á morgnana er ég vakna situr glugginn á sínum stað yfir ofninum dag eftir dag og

Sýnir mér þá ásjónu sem lífið getur gefið,

En það fer eftir reiði goðana,

En sá sér það hann vill sjá,

Hann er mín vinstri hönd,

Þó á hann bróðir sem er mín hægri hönd,

Þar liggur sá hlutur sem fólkið vill sjá í sínu mesta næði,

Leggur við sjón og hlustir,

Heyrir og sér allar helstu hamfarir heimsins,

Svo labba ég út.  
Ingi Þór Ólafsson
1987 - ...


Ljóð eftir inga

Heimsins fegurð
Ég um mig fá mér til mín
Herbergi heimsins
Hetjur hafsins
Fegurð seðlana