Kaffimorgun
Vakna seint
Get ekki hugsað mér að byrja að læra
Helli morgunkorni í skálina
það er engin mjólk
Bursta tennurnar og horfi á sjálfan mig
Hugsa um að hlaupa í dag en veit að það er ekki að gerast
Velti því fyrir mér að rista mér brauð en nenni því ekki.
Kveiki á tölvunni, langar á netið
Byrja að læra,
allt of svangur.
Fæ mér kaffi.
Reyni aftur að læra,
gengur ekkert.
Hugsa um hversu gaman það væri að ganga vel.
Kveiki á töluleik.
samviskubit yfir því að læra ekki,
held samt áfram,
dey aftur og aftur,
nenni ekki að læra,
leikjadauði er betri en andlegur.
Fæ mér annan kaffibolla
Vona að gallup hringi svo að ég hafi e-ð að gera,
vona að það verði bolti í kvöld,
nenni samt ekki út úr húsi,
gallup hljómar betur.
Horfi á bækurnar,
blaða í gegn og sannfæri mig um að ég kannist við eitt og annað.
Fæ mér hádegismat,
klukkan er orðin þrjú,
Búinn með eina blaðsíðu.
 
Gunni Gunni Jójó
1985 - ...


Ljóð eftir Gunna

Einu sinni var
En já að sjálfsöðu
Heilinn minn
Kaffimorgun