

Hús mitt frystikista
full af augum.
Stríðnisleg rödd þín
utan við mig
í myrkrinu.
Nóvember
síðan í vor.
Í gær
var þér skotið
út í geiminn.
Ég afklæði sólkerfið
með augunum.
Þú fórst
eins og þú varst
og kemur
aftur einhvern daginn
eins og ekkert
hafi í skorist
illa greiddur
með strætó
ofan úr Breiðholti.
(1976)
full af augum.
Stríðnisleg rödd þín
utan við mig
í myrkrinu.
Nóvember
síðan í vor.
Í gær
var þér skotið
út í geiminn.
Ég afklæði sólkerfið
með augunum.
Þú fórst
eins og þú varst
og kemur
aftur einhvern daginn
eins og ekkert
hafi í skorist
illa greiddur
með strætó
ofan úr Breiðholti.
(1976)