Skammdegi
Hús mitt frystikista
full af augum.
Stríðnisleg rödd þín
utan við mig
í myrkrinu.
Nóvember
síðan í vor.

Í gær
var þér skotið
út í geiminn.
Ég afklæði sólkerfið
með augunum.

Þú fórst
eins og þú varst
og kemur
aftur einhvern daginn
eins og ekkert
hafi í skorist
illa greiddur
með strætó
ofan úr Breiðholti.

(1976)  
Þórdís Richardsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Þórdísi Richardsdóttur

Uppvask
Skammdegi
Móðir
Heima á Íslandi
Ævintýramórall
Vitund útflytjandans
Vindhviður
Engillinn minn