

Þær koma í halarófu
með gula vagna
og græna.
Litla anga
stóra krakka
einbirni, ómegð
annað á leiðinni.
Óska til hamingju
kíkja
undir skerminn
gæla
vega og mæla.
Hraustlegur strákur
voða sætur
og svona frískur
sefur, grætur.
Mjólkarðu elskan
komin á ról.
Gekk allt að óskum
- en gaman.
Viðbrigði auðvitað
vakna, gefa
bía, sussa
en góða, það venst.
Reynslusvipur
í andlitunum
örugg handtök.
Þær kunna sig
í sínum heimi.
Það er verið
að vígja mig.
(1981)
með gula vagna
og græna.
Litla anga
stóra krakka
einbirni, ómegð
annað á leiðinni.
Óska til hamingju
kíkja
undir skerminn
gæla
vega og mæla.
Hraustlegur strákur
voða sætur
og svona frískur
sefur, grætur.
Mjólkarðu elskan
komin á ról.
Gekk allt að óskum
- en gaman.
Viðbrigði auðvitað
vakna, gefa
bía, sussa
en góða, það venst.
Reynslusvipur
í andlitunum
örugg handtök.
Þær kunna sig
í sínum heimi.
Það er verið
að vígja mig.
(1981)