Móðir
Þær koma í halarófu
með gula vagna
og græna.
Litla anga
stóra krakka
einbirni, ómegð
annað á leiðinni.

Óska til hamingju
kíkja
undir skerminn
gæla
vega og mæla.

Hraustlegur strákur
voða sætur
og svona frískur
sefur, grætur.
Mjólkarðu elskan
komin á ról.
Gekk allt að óskum
- en gaman.

Viðbrigði auðvitað
vakna, gefa
bía, sussa
en góða, það venst.

Reynslusvipur
í andlitunum
örugg handtök.
Þær kunna sig
í sínum heimi.

Það er verið
að vígja mig.

(1981)  
Þórdís Richardsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Þórdísi Richardsdóttur

Uppvask
Skammdegi
Móðir
Heima á Íslandi
Ævintýramórall
Vitund útflytjandans
Vindhviður
Engillinn minn