Samræður
Löbbuðum saman eftir götunni
það var vindur
ég sagði að stundum fykju gleraugun
af mér í vindi þau væru svo létt
þú hlóst
svo leistu á mig og sagðir að svona væri
að fá sér gleraugu úr títani
ég sagði ekkert en skildi samt ekkert í því hvernig hún gat vitað úr hvaða efni gleraugun mín væru þegar ég veit það ekki einu sinni sjálfur
það var vindur
ég sagði að stundum fykju gleraugun
af mér í vindi þau væru svo létt
þú hlóst
svo leistu á mig og sagðir að svona væri
að fá sér gleraugu úr títani
ég sagði ekkert en skildi samt ekkert í því hvernig hún gat vitað úr hvaða efni gleraugun mín væru þegar ég veit það ekki einu sinni sjálfur
Þetta ljóð var gert eftir að við gengum eftir Aðalgötunni á Sauðárkróki einn daginn eftir hádegi í júní árið 2005. Við vorum varla búin að kynnast. Hittumst fyrst í bakaríi.
-Úr ljóðabókinni Ég bið að heilsa þér, 2008
-Úr ljóðabókinni Ég bið að heilsa þér, 2008