Samræður
Löbbuðum saman eftir götunni
það var vindur
ég sagði að stundum fykju gleraugun
af mér í vindi þau væru svo létt
þú hlóst
svo leistu á mig og sagðir að svona væri
að fá sér gleraugu úr títani
ég sagði ekkert en skildi samt ekkert í því hvernig hún gat vitað úr hvaða efni gleraugun mín væru þegar ég veit það ekki einu sinni sjálfur
 
Gísli Þór Ólafsson
1979 - ...
Þetta ljóð var gert eftir að við gengum eftir Aðalgötunni á Sauðárkróki einn daginn eftir hádegi í júní árið 2005. Við vorum varla búin að kynnast. Hittumst fyrst í bakaríi.

-Úr ljóðabókinni Ég bið að heilsa þér, 2008


Ljóð eftir Gísla Þór Ólafsson

Lúna mánagyðja
Bernskuminnið
Ást á suðurpólnum
Síðdegisstemma
Vængbrot engla
Vængjablak
Að mæta tungli á tunglslausri kvöldgöngu
Sálarbrot
Fuðruð ást
Fiðrildi, kanínur og rósrauð sulta
Hjólandi íkorni með næturlukt eða moldarberjasultu í framloppunum
Eins og hafið
Japönsk aftaka
Að yrkja ljóð
Eftirköst
Tenging
Væntingur
Tiltekt
Hverfulleiki
Piparkökuást
Í hringleikahúsinu
Ballaða á orgel í d-moll
Dauði ljóðsins
Ást er...
Þú gafst mér laufabrauð
Samlagning
Tilviljun?
Víðáttur
Um fegurð
Dans
Í fenjasvæðunum
Tafl
Blindni
Lofthræðsla
Harmonikkublús (með osti)
Brotin gleraugu
Vísindi
- - -
Við Sólfarið
----
Þegar kynntumst
Alveg óþolandi á msn
Samræður
Hanskahólfin
------