Stefnumót
Stefnumót
Ung stúlka leggst í grasið sem hylur jörðina.
Hún hlustar á andvarann leika um lendar sínar.
Blómailmur gælir við brjóst hennar
og varir hennar kyssa sólskinið.
Þegar kvöldið kemur
útbýr hún sér hvílu úr kvöldroðanum.
Nóttin döggvar skapahár stúlkunnar
og hún sofnar við þungan andardrátt jarðarinnar.
Hún er örugg
eins og ásmey í faðmi elskhuga síns
eftir unaðsleg ástaratlot.
Ung stúlka leggst í grasið sem hylur jörðina.
Hún hlustar á andvarann leika um lendar sínar.
Blómailmur gælir við brjóst hennar
og varir hennar kyssa sólskinið.
Þegar kvöldið kemur
útbýr hún sér hvílu úr kvöldroðanum.
Nóttin döggvar skapahár stúlkunnar
og hún sofnar við þungan andardrátt jarðarinnar.
Hún er örugg
eins og ásmey í faðmi elskhuga síns
eftir unaðsleg ástaratlot.