Skilningur með ást

Sjónhverfingarmaður orðanna
Bjó til myndir úr orðunum
Fyrir fólkið til að finna.
Hann varpaði myndunum
á veggi hugskotssjóna þess.

Þessi sjónhverfingamaður átti hníf
og með honum risti hann svo,
sameiginlegan skilning fólksins og sín,
í lífsins tré.

Og fólkið spurði sjónhverfingamanninn:

”Hver er galdurinn
á bakvið fegurð skilningsins
í þeim rúnum sem þú ristir
í lífsins tré?

Sjónhverfingamaðurinn brosti góðlátlega
og svaraði með annarri spurningu:

”Komið þér ekki auga á kærleikann
í okkar sameiginlega skilningi?

Svo laut hann höfði,
dró andann djúpt
og friður færðist yfir andlit hans.
Með lokuð augu
og hlýju í röddinni,
tók hann til aftur til orða:

”Kærleikurinn býr yfir töfrum
sem draga fram fegurðina
í öllu því
sem við finnum saman
með ást og skilningi.”

Fólkið laut höfði á meðan hann talaði.
Síðan lokaði það augunum
og fann skilninginn færast til sín
með ást.

Þannig fann hver og einn
fegurðina innra með sér
og allir fundu hvern annan
fallega.
 
Steinunn Tómasdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Steinunni

Hamingjusamasta þjóð í heimi.
Stefnumót
Loforð
Viðbrögð
Skilningur með ást