Hjartasinfonían
Ein tilfinning er bara einn tónn en hjartað heil sinfónía.
Það varst þú...
Þú sem stjórnaðir minni sinfoníu.
Það var mikið klappað..
Þú hneigðir þig og gekkst í burtu en eftir sat ég ein með hendurnar tómar. Og enn og aftur horfðu allir á mig eins og eitthvað sé að mér.
En núna vita þeir að sinfonían mín er búin.
Allir farnir heim og segja öllum frá tónleikunum sem þeir voru á.
Þeir hrósa stjórnandanum óspart en svo þegar kemur að því að lýsa tónverkinu sjálfu þá er það eina sem þú manst:
Það var eins og eitthvað væri að henni.  
Auður
1994 - ...


Ljóð eftir Auði

Dagurinn í dag.
Hjartasinfonían
Stjörnur..
Púkinn.
Erfið spurning..