Stjörnur..
Þú lofaðir mér öllum stjörnunum sem himingeimurinn hafði uppá að bjóða.
Ég horfi uppí himininn.
Það er ekkert sem sindrar eða glitrar.
Það er vegna þess að þú tókst þær.
Stjörnurnar.
Þú pakkaðir þeim niður í bláu ferðatöskuna.
Svo fórstu frá mér.
Himininn er tómur.
Alveg eins og hjarta mitt.  
Auður
1994 - ...
Þetta ljóð segir sig eiginlega sjálft.


Ljóð eftir Auði

Dagurinn í dag.
Hjartasinfonían
Stjörnur..
Púkinn.
Erfið spurning..