Púkinn.




Ein heima stendur stelpan,
fyrir framan spegilinn
já grey litla telpan
hún vill hverfa upp í himininn.

Í spegilinn hún starir,
óánægð með sjálfa sig.
Hún tínir af sér allar spjarir
Þetta er komið á efsta stig.

Púkinn sest að í henni
Fitu púkinn ljóti
Hann verður hennar einkenni
það liggur við að hún sig skjóti.

Mánuðir líða og sjálfsstraustið fer
hún hættir smám saman að borða
árum síðar stendur hún hér aftur ber
frá speglinum samt vill hún sér forða.

Út úr henni rifbeinin standa.
Mjaðmirnar hvassar og skerandi.
Nú er hún búin að missa lífsanda
hún stendur þarna brotnandi.

Þessi stelpa stendur ei á fótum lengur.
Það endaði allt með stórum hníf.
Hún framar núna aldrei gengur.
Púkinn var hjá henni nánast allt hennar líf.

 
Auður
1994 - ...
Ég var að lesa mjög sorglega sögu um stelpu sem var með anorexíu og svipti sig lífi.


Ljóð eftir Auði

Dagurinn í dag.
Hjartasinfonían
Stjörnur..
Púkinn.
Erfið spurning..