Tósprengur.
Fer yfir kletta og klungur
kiðlingur lipur og frár.
Var strax utangarðs ungur,
uppnefndur tósprengur grár.

Hann langar í grastoppinn græna
gríðarleg listin hans er,
fartálminn smálækjar læna
lipur að björginni fer.

Grasið er kiðlingsins kostur
kvistur og vatnssopi með.
Draumurinn oftastnær ostur
orkan sem bætir hans geð.

Stór verður hafur að hausti
hyrndur og kominn með skegg,
kiðurinn hugprúði hrausti
hraundrangans klífur nú vegg.
 
Þórhallur Eiríksson
1938 - ...


Ljóð eftir Þórhall Eiríksson

keiko
Haust.
Regn,
Nátthrafnar,.
Lítið ástarljóð
Haust og vetrarþankar.
Tíkin Dimma
Staka.
Fjallið Esja.
Öfugmælavísur.
Ranghermi.
Takmark lífsins
Hugleiðing.
Draumurinn.
Á veraldarvolkinu.
Sjóferð.
Tósprengur.
Sveitin mín.
Á vellinum.
Öfugmælavísur ,númer tvö.
Hallar sumri.
Hugleiðing,að kvöldi dags.
Stormur hugans.
Ástraunir fangans.
Þrá, lítill ástar óður
Hugtak ástarinnar.
Vorsins tignin tæra.
Ómur hörpunnar
Reikningsskil.
Mín elskaða þjóð.
Stökur.
Öfugmæli Númer 3
Fjalls á tindi háum.
Bjögun.
Stökur. ( lagfærðar)
Trillan Valur.
Bull .
Ránardætur.
Rebbi.
Bændaspeki,Göngurog fl
Bændaspeki ,jól
Sviðsskrekkur.
Perla
Vegslóði.
Tvær stökur.
Málhelti
0.43
Gvendur,.
Hvalur
Hugarórar.
Stiklur.
Laxinn.
Haftyrðill
Gengisfall
Lævirkinn.