Útrás
Galdurinn ávallt grunnur er,
græðgi ræður ríkjum.
Aldrei hagnast allir hér,
aðallinn stjórnar; klíkum.

Margur snauður og magur fer,
eftir mannsins dirfsku.
Leikið sér með lífsins fé,
eigi lán með visku.

Skildi fé sitt sauður fá,
ella almennings sækja.
Guð og gæfa forði frá,
þeim gull vort; krækja.  
Garr
1970 - ...
Garr 2008


Ljóð eftir Garr

Ekkert
Á æskuslóðum
Konan í glugganum
Eiginkona
Væðing
Stéttaskipting
Hringrás
Útrás
Spurning
Hátíðarstemmning
Örlög
Engill
Skal ósagt látið
Afbrýði
Alltof algengt
Forysta
Myntkarfan
Hornafjörður
Á afmæliskortið