

Litlu steinarnir
í fjörunni
velkjast marglitir
hver um annan
í takt við ölduna
í fjöruborðinu
í leit upp
upp, upp, upp
en Stóri steinninn efst
situr sem fastast
og varnar
uppgöngu
og skilur ekkert í því
hvað er að gerast
þarna niðri
stóri steinninn efst
þykist ekki skilja
hann ræður